Episodes

Saturday Dec 14, 2024
Saturday Dec 14, 2024
Saga Frímanns Jónssonar og fjölskyldu hans er rakin áfram, nú berst leikurinn til Reyðarfjarðar þar sem komið hefur verið upp merkilegri rafstöð og Frímann hlýtur stöðu rafstöðvarstjóra – við misjafnar undirtektir. Fjölskyldan dafnar og enn bætist barn í hópinn.

Sunday Jun 30, 2024
Sunday Jun 30, 2024
Furður tímans hellast yfir, gúmmístígvél á fætur og blikkbeljur leysa reiðhesta af hólmi. Bóndasonurinn á Bessastöðum eignast kærustu og stofnar fjölskyldu. Og finnur fjölina sína í nýjasta undri tímans. Brátt kviknar ljós í Fljótsdal.
Lesari Jóhanna Pálsdóttir.
Tónlist / Theme music by Crowander (https//www.crowander.com)

Sunday Apr 14, 2024
Sunday Apr 14, 2024
Um aldamótin fá landsmenn telegraf og telefón á heilann. Anna er ekki lengur Anna á Skriðuklaustri heldur Anna á Bessastöðum, þangað flytja þau Jón með börnum sínum og brátt drífur að fólk. Jón er kampakátur enda gengur búskapurinn vel en málið vandast þegar frumburðurinn Frímann tekur í sig að ganga menntaveg. Á Eiðum bíða ævintýrin, skólafélagar læra að nota vatnskrana og gera efnafræðitilraunir með karbít og hlandkopp. Þetta og margt fleira í þriðja þætti sögunnar.

Tuesday Mar 19, 2024
Tuesday Mar 19, 2024
Anna litla Jóhannsdóttir flyst á Skriðuklaustur og elst þar upp í fjölmenni og miklu fjöri, sýslumaður sýpur Sunnevunnar skál, Halldór Benediktsson tekur þátt í óvenjulegu spretthlaupi og vinnumaðurinn Jón Jónasson dettur í lukkupottinn. Að ógleymdri blómadrottningunni á Bessastöðum sem hrífur alla með undursamlegum ævintýragarði sínum.

Thursday Mar 07, 2024
Thursday Mar 07, 2024
Enn er lagt upp í tímaflakk. Að þessu sinni liggur leiðin austur á land, þar sem þarf að fylgja stúlkukorni þangað sem hún á að vaxa úr grasi. Á Ormarsstöðum eiga sér sorglegir atburðir stað, en Jóhann Frímann Jónsson eldri spáir í græjur og virkjanir, og gefur Tryggva Gunnarssyni kaupstjóra bréflega á snúðinn. Við látum ekki staðar numið fyrr en tannstöngull og eyrnaskafa hans hefur verið seld á uppboði ...
Tónlist eftir / Theme music by Crowander (https://www.crowander.com/)

Sunday Aug 27, 2023
Sunday Aug 27, 2023
Áfram að spæjað um systurnar Guðrúnu Ragnheiði og Lilju Kristjönu og þeirra fólk – og loks er hnýttur lokahnútur á þessa sögu sem reynst hefur furðulöng!

Friday Jun 02, 2023
Friday Jun 02, 2023
Hér segir frá nýju öldinni og hvernig mæðgunum Halldóru, Guðrúnu Ragnheiði og Lilju Kristjönu og því slekti gengur að fóta sig breyttum heimi. Þórður Malakoff droppar inn, sóttvarnarhús Reykjavíkur fær nýtt hlutverk og Benedikt kemst í hann krappan og fær verðlaun frá Valdimar Danaprinsi.

Sunday Jun 26, 2022
Sunday Jun 26, 2022
Árið 1891 var ansi viðburðaríkt hjá fjölskyldu Halldóru Randversdóttur en hér er sjónum ekki síst beint að hinum litríka syni hennar, Snorra Snorrasyni. Guðrún Ragnheiður á nýtt upphaf og Halldóra Randversdóttir er að verða búin að fá nóg af öllu saman ...

Saturday May 14, 2022
Saturday May 14, 2022
Reisan heldur áfram og kynslóðaskipi eiga sér stað í sögunni auk þess sem ný kynslóð kemur fram. Og Halldór Daníelsson bæjarfógeti eignast svarinn óvin úr framtíðinni ...

Sunday Apr 17, 2022
Sunday Apr 17, 2022
Halldóra og Snorri koma á endanum á áfangastað sem reynist ekki vera Reykjavík. Á ýmsu gengur á nýjum stað og ekki fer allt eins og vonast var til.